laugardagur, 11. febrúar 2006

Langur laugardagur.

Langan laugardag kalla Skaptarnir söngæfingar á laugardögum sem eru tvöfaldar að lengd miðað við mánudagsæfingarnar þ.e. fjórir tímar. Við erum að æfa lög og sálma sem sungnir verða við messu Skaftfellinga 19. mars í Breiðholtskirkju, indjánatjaldinu svokallaða í Mjóddinni kl. 14.00. Allir Skaftfellingar og velunnarar þeirra eru hvattir til að mæta. Valdimar og Stella fóru til Svíþjóðar í morgun. Við fórum í matarboð til vinafólks í heimahús í gærkvöldi. Áttum þar góða kvöldstund með góðu fólki. Í aðalrétt var bryddað upp á óvenjulegum rétti. Já við fengum kengúrukjöt. Það var mjög sérstakt og smakkaðist ágætlega. Hef aðeins verið að horfa á vetrarólympíuleikana. Skemmtilegt að horfa á þá í NRK því að þeir eru svo áhugasamir. Kveðja.

Engin ummæli: