mánudagur, 6. febrúar 2006

Danir möluðu Króata.

Ætlaði ekki að tala meira um handbolta en ég verð að nefna að það var upplífgandi að sjá "frændur" vora Dani taka Króatana í nefnið í baráttunni um þriðja sætið í Evrópukeppninni í gær sunnudag í danska sjónvarpinu. Nú voru Króatarnir ekki með neina stæla. Danir unnu þá einfaldlega með því að spila góðan handbolta. Upp úr fimm í dag sá ég yfir Öskjuhlíðinni eitt af þessum stórmerkilegu náttúrufyrirbærum tengt fuglum. Þúsundir fugla mynduðu alls konar myndstur í loftinu með því að dreifa og þétta hópflug sitt yfir Öskjuhlíðinni. Ég hef séð þetta einu sinni áður. Ætli þetta séu ekki starrar að koma til landsins núna í febrúar. Það var mjög mikið um fuglasöng alla helgina. Reyndi að ná af þessu mynd en tókst það ekki. Sigrún hafði orð á því að þarna kæmi fuglaflensan í þúsundavís. Vona að það sé nú ekki rétt hjá henni. Nú annars var ég að koma af söngæfingu í kvöld. Nú er verið að undirbúa messusöng sem kórinn mun taka þátt í mars næstkomandi. Þetta er sérstök skaftfelsk messa og allir Skaftfellingar hvattir til þess að mæta. Af dægurmálunum er enn efst á baugi "dönsku teiknimynda illindin." Nú var einn spekingurinn í sænska sjónvarpinu, múslimi, að segja að það væri nauðsynlegt að krítisera trúarbrögð þeirra. Vesturlandabúar mættu það bara ekki og allra síst mætti teikna grínmyndir sem tengdust trúarbrögðum múslíma. Jæja það verður spennandi að sjá hvernig þessari deilu líkur. Kveðja.

Engin ummæli: