sunnudagur, 15. janúar 2006

Fannfergi í Fossvogsdal.

Það er mikið fannfergi í Fossvogsdal. Það hefur snjóað töluvert og hitastig ca. -3°C. Hér hefur verið mikið að gera um helgina og gestkvæmt. Hjörtur kom frá Svíþjóð. Hann er að fara norður á Akureyri til þess að leysa af. Ingibjörg og nafni komu úr Borgaresi og stud. jur. Valdimar og stud. polit.? Stella hafa litið hér inn. Nafni er við það að fara ganga og hefur þroskast mikið. Við höfum mikið velt fyrir okkur sambýli við nágranna og málefni tengd skiptingu sameignar. Þá komu hér Björn og Sunna. Svona veður kallar beinlínis á súpukjöt og létum við það eftir okkur. DV málin hafa verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni undanfarna daga. Það urðu kaflaskil þegar ritstjórar blaðsins sögðu af sér eftir þennan hörmulega atburð fyrir vestan. Að mínu mati endurspeglaðist þetta af svo mikilli mannvonsku. Því miður finnst mér í vaxandi mæli gæta aukinnar mannvonsku og minnkandi umburðarlyndis í samfélaginu. Þetta var ekki svona eða hvað?. Við þurfum að efla íslensku þjóðarsálina. Því það er góðviljuð sál, sem vill öllum vel. Þá er almennt mikil spenna í þjóðfélaginu. Ætli það megi ekki segja að boginn sé ansi hátt spenntur þessa dagana í umsvifum á flestum sviðum. Annars hef ég verið að hlusta á söngva Jóns Leifs. Söngvari er Finnur Bjarnason og við píanóið Örn Magnússon. Þetta er frábær tónlist og vandaður flutningur. Smekkleysa gefur þessar safnplötur út. Þær fást á útsölu fyrir 1400. krónur hins bestu kjarakaup.

Engin ummæli: