föstudagur, 6. janúar 2006

Á þréttándanum.

Þá eru jólin búin. Þau runnu framhjá sem örskotsstund. Það var lítið um frídaga en mikið um að vera þannig að þetta er búinn að vera góður tími. Fyrsta vinnuvikan liðin og maður hefur ekki við að standa við áramótaheitin. Það er nú spurning hvað maður treystir sér til þess að heiðra þessi blessuðu heit sín. Smátt og smátt renna þau saman inn í hversdagsleikann og maður gleymir þeim meira og minna á þorranum. Er þetta ekki einhvern veginn svona hjá okkur flestum? Jæja við sjáum til. Ég er ekki alveg tilbúinn að gefast upp strax. Annars er fátt í fréttum. Það er einn og einn að sprengja úti, en það er grenjandi rok og rigning úti en nokkuð hlýtt. Oft höfum við nú verið með gesti og á þessum degi og farið á brennu í dalnum. Það er engin brenna í dag vegna veðurs. Unglingurinn á heimilinu nennir nú ekki að vera með gamla settinu lengur. Var í heimsókn hjá prestshjónunum. Þau eru að fara til Kanarí og Sveinn og Þórunn líka. Axel fór með vinnunni til Kanarí í gær. Það nú meira hvað þessar Kanaríferðir heilla.

Engin ummæli: