sunnudagur, 25. nóvember 2007

"Blackout" í Brekkutúni.

Spilað í myrkrinu.
Upp úr kl. 21.00 fór rafmagnið af Fossvoginum í Kópavogi en ekki Reykjavík. Þetta hefur gerst áður að þessi bæjarhluti einn og sér hafi orðið rafmagnslaus. Nú til að stytta manni stundina var gott að grípa í hljóðfærið. Þið megið geta ykkur til hvernig ég kom fyrir vasaljósinu. Það er helst í fréttum að Halla og co sitja föst í Halifax á leiðinni heim frá Kúbu. Það var keyrt á flugvélina á flugvellinum þar. Prestshjónin eru á Kanarí í góðu yfirlæti. Annars höfum við aðallega verið heimavið alla helgina. Heimasætan er við próflestur þessa dagana. Fórum aðeins í gærkvöldi og heimsóttum Stellu, Valda og Lilju. Hún dafnar vel og er farin að geta setið óstudd. Nú styttist í að Sveabúarnir kom til landsins. Þetta er svona það helsta héðan.

Engin ummæli: