miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Í rútínu dagsins.

Þessi flensuskítur sem nú herjar hefur verið að ergja mann síðustu daga. Annars erum við í þessari venjulegu rútínu og frá litlu að segja á þessu miðvikudagskvöldi. Rífum okkur upp á morgnana, blaðalestur,vinna og svo heim. Þess á milli reynir maður að rýma fyrir öðrum hugðarefnum. Við erum að taka á móti finnsku fólki um helgina sem hingað er að koma í stutta vinnuferð. Kórinn er að fara í æfingarbúðir um helgina svo að maður missir af því. Það er ekki hægt að vera mörgum stöðum í einu því miður. Var á rástefnu VÍ í gærmorgun að hlusta á seðlbankamenn réttlæta háa stýrivexti. Ég held þeir séu komnir á ansi þunnan ís í þessari baráttu við verðbólguna. Það þýðir lítið að slökkva verðbólgubálið, ef slökkvistarfið felst í aðgerð sem aftur leiðir til styrkingar krónunnar og hvetur þar með til gengdarlausra kaupa á vörum erlendis frá og viðhalda þannig þenslunni í þjóðfélaginu. Svolítið eins og elta skottið á sjálfum sér.

Engin ummæli: