mánudagur, 26. nóvember 2007

Í minningu Allans Rune.

Allan Rune. Í dag var til moldar borinn Allan Rune eiginmaður Elísabetar föðursystur minnar. Hann lést fyrir rúmri viku síðan eftir að hafa átt við mikil veikindi að stríða. Þegar við bjuggum í Gautaborg á námsárunum mynduðust góð tengsl milli okkar og Allans og Betu og barnanna þeirra. Þau heimsóttu okkur og við áttum athvarf hjá þeim þegar komið var til Kaupmannahafnar. Allan var einstaklega geðugur maður, rólegur í fasi og hafði góða nærveru. Hann var tæknimaður og vann við viðgerðir á tölvum alla sína starfsævi. Heimili Allans og Betu í Albertslund var glæsilegt í alla staði. Þangað lá leið margra í fjölskyldunni í gegnum tíðina. Minnisstæð eru áramótin 1975/1976 er við dvöldum hjá þeim yfir nýárið. Þetta voru fyrstu jólin sem við vorum ekki í foreldrahúsum. Minnisstæðast er þegar við stóðum öll upp í sófa og hoppuðum inn í nýja árið. Á þessari mynd má greina okkur Allan, Betu, Claus, Hinrik, Lindu og Hjört Friðrik. Myndina tók Sirrý í Gautaborg í nóvember 1977. Blessuð sé minning Allans.

Engin ummæli: