fimmtudagur, 27. desember 2007

... af lífshlaupinu.

Þá er lokið síðasta vinnudegi ársins, en verkefnin fjölmörg sem teygja sig yfir áramótin. Þó tókst að gera skil á nauðsynlegustu verkefnum áður en þessi síðasta helgi ársins hefst. Eins og alltaf höfum við verið mikið á ferðinni þessa daga og hitt fjölskylduna. Minna hefur verið lesið en til stóð. Náði þó að lesa bók Hrafns Jökulssonar sem ber tiltilinn, Þar sem vegurinn endar. Snotur bók og fljótlesin og skaðar engan að lesa hana eins og frændi hans fornbókasalinn sagði eitt sinn við mig er ég spurði hann um bók sem fjallaði um sjálfshjálp og lífshlaupið. Nú er ég að byrja að lesa aðra bók um lífshlaup, bók Sigurðar Pálssonar, Minnisbókina um dvöl hans í Frakklandi á námsárunum. Það gefur manni alltaf eitthvað að spegla sig í reynslu annarra, þó ekki sé annað. Úr einu í annað. Lenti í því að keyra utan í vegg í dag og skemmdi bílinn minn. Þýðir víst lítið að ergja sig á því. Þakka fyrir að ekki fór allavega verr. Læt þetta duga. Kveðja.

Engin ummæli: