mánudagur, 24. desember 2007

Á Þorláksmessunótt.

Þetta hefur verið um margt líkt og áður. Fórum í skötu á Loftleiðum í hádeginu. Fór svo aftur um kvöldið á Múlakaffi með Hirti. Við hittum vin Sirrýjar hann Einar Þorsteinsson á laugarveginum eins og undanfarna áratugi. Hann sagði þegar hann loks hitti okkur: "Jæja þá er kvöldið fullkomnað. Ég búinn að hitta ykkur og get þá farið heim." Það er nú ekki hægt að fá hlýlegri jólakveðju. Í fyrra fór svo að leiðir okkar lágu ekki saman okkur öllum til leiðinda. Annars verið mest heimavið í dag. Nafni minn kvaddi mig í dag með því að segja: " Bless afi minn, en ég kem aftur." Hann var að fara í jólaheimsókn í Borgarnes og áttaði sig á því að hann mundi ekki vera með mér um tíma.
Kveðja.

Engin ummæli: