sunnudagur, 2. desember 2007

Fjörug helgi - 1. í aðventu.

Þetta hefur verið fjörug helgi. Hingað til lands komu í gær Hjörtur og Ingibjörg með drengina sína tvo Svein Hjört og Jóhannes Erni frá Svearíki. Hér hafa ýmsir komið að heilsa upp á fólkið. Af yngri kynslóðinni eru það að sjálfsögðu Lilja og Valgerður Birna. Það var gaman að fyljgast með ungu kynslóðinni treysta frændsemina, þótt sá elsti væri aðeins á þriðja aldursári. Annars höfum við tekið því rólega sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Við afrekuðum að setja upp aðventuskrautið. Satt best að segja trúir maður varla að það sé kominn 2. desember. En dagatalið lýgur ekki. Þetta hefur ekki verið neinn vetur enn sem komið er. Enginn snjór og varla að það hafi komið frost. Einstaka rok kviður nokkra daga svo ekki söguna meir. Nú styttist í að prestshjónin komi frá Kanarí. Við vorum á sameiginlegum rótarýfundi klúbbanna í Kópavogi í gær í hádeginu. Þetta er svona það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: