miðvikudagur, 12. desember 2007

Bjarga heiminum á Balí.

Leiðarvísir á Norðurpólinn.
Fréttir dagsins hafa verið af umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí. Alls 120 umhverfisráðherrar voru mættir þar til þess að taka þátt í loftlagsráðstefnunni og þess er vænst að komist verði að samkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúslofttegunda. Ein fullyrðingin sem flaut í fréttaflutningi af ráðstefnunni var að ef ekkert yrði að gert myndi ísinn á Norðurpólnum vera horfinn árið 2013. Það er ef til vill auðvelt að telja fólki trú um þetta í 30°C hita á Balí, en í mínum huga vaknaði bara ein spurning: Hvaða bull er þetta? Það er að koma árið 2008 og við höfum samkvæmt fréttinni 5 ár til stefnu til að bjarga Norðurpólnum frá bráðnun og mannkyninu frá glötun. Með jöfnu millibili koma upp svona dómsdagsspádómar. Úr einu í annað. Ég horfði á norsku rásina þegar þeir voru að veita Al Gore jr. friðarverðlauninn í Oslo. Ég skil ekki fyrir hvað hann fékk þessi verðlaun blessaður maðurinn. Nema ef vera kynni fyrir 30 sekunda ræðuna á Óskarshátíðinni í febrúar? Á síðasta ári hlustaði ég hinsvegar með athygli þegar Muhammad Yunus var heiðraður fyrir sitt merka starf í að berjast gegn fátækt í Bangladesh. Jæja læt þetta duga og vona að Balí fararnir eigi góða sólardaga og heimkomu. Þeir samþykki ekki eitthvað sem fækki sólardögum okkar hér norður undir heimskautsbaug. Sú hætta er ávallt til staðar á svona ráðstefnum að fólk sammþykki kvaðir og hömlur. Boðist sé til að greiða sig frá illa skilgreindum vandamálum með fjármunum skattgreiðenda. Það þýðir aftur aðeins beina skerðingu lífskjara. Vonandi hefur einhver vit á að varast slíkar niðurstöður á Balí. Kveðja. (mynd: af veraldarvefnum, höf.: ókunnur.)

Engin ummæli: