sunnudagur, 9. desember 2007

Annar í aðventu.

Kaffihlaðborðið hjá Sköftunum.
Þá eru aðventutónleikar Skaftanna yfirstaðnir. Læt hér fylgja mynd af veglegu kaffihlaðborðinu.(Mynd:Kristinn Kjartansson) Sungum nokkur falleg jólalög. Það voru óvenju margir sem komu að þessu sinni á aðventuhátíðna. Þetta reyndist vera hin besta skemmtun og mikið af börnum sem komu og gengu kringum jólatréð. Síðan syngjum við á Landspítalanum í vikunni og svo erum við farin í jólafrí. Í gær vorum við í afmælisveislu hjá pabba. Hann átti 77 ára afmæli. Þau eru nýkomin frá Kanarí en þar dvöldu þau í tvær vikur. Í gærkvöldi vorum við boðin í jólahlaðborð. Þannig að það er mikið borðað þessa dagana. Hjörtur og Sveinn Hjörtur gistu hér nokkra daga í vikunni. Heimasætan er við próflestur þannig að heimilishaldið ber svolítinn keim af því eins og gefur að skilja.

Engin ummæli: