föstudagur, 14. desember 2007

Að hittast á "julefrukost".

Fór á Hótel Loftleiði í dag á jólahlaðborðið góða. Hitti gamla félaga úr Kópavogi. Við höfum haldið þeim sið að taka frá eitt hádegi í desember ár hvert til þess að koma og borða og spjalla saman. Við höfum gert þetta um fimm ára tímabil. Þetta eru einu formlegu samskiptin sem við höfum á árinu. Eftir þennan hádegisverð förum við hver okkar braut. Eigum það sameiginlegt að hafa þekkst og umgengist nokkuð sem unglingar. Við spjöllum um líf okkar og störf, fjölskyldur, börn og núna barnabörn og svo gamlan tíma frá unglingsárunum. Í dag ræddum við m.a. hvað tjáskipti eru mikilvæg í mannlegum samskiptum en jafnframt um gildi þess að þegja saman. Oft geti það verið góður kostur. Sá okkar sem er sálfræðingurinn minnti okkur á að stundum geti þögnin orðið þrúgandi þegar hún er búin að vara í svona fimmtán ár í sambúð. Við vorum sammála um að það væri ef til vill helst til langt þagnarbindindi.

Engin ummæli: