þriðjudagur, 11. desember 2007

pom, pom, pom, pompom.

Í kjölfar Simfóníuhljómsveitarinnar. Þá er árlegum jólatónleikum Skaftanna á Landspítalanum lokið. Við sungum við góðar undirtektir á endurhæfingardeild og geðdeild spítalans. Gat ekki stillt mig um að taka þessa mynd af minnistöflu geðdeildarinnar með auglýsingu um tónleikana okkar í Sköftunum við hliðina á auglýsingu Sinfóníuhljómsveitarinnar. Maður spyr sig hvort hægt sé að komast hærra á tónlistarbrautinni en að vera auglýstur við hliðna á svo virðulegri hljómsveit. Söngurinn hreyfir við sálinni þegar samstilltur kór flytur jólalögin það fer ekki milli mála, hvort heldur er um flytjanda eða áheyranda að ræða. Vinsælasta lagið að þessu sinni var án efa Litli trommuleikarinn. Kveðja.

Engin ummæli: