mánudagur, 10. desember 2007

Suðaustan rok og rigning.

Þetta er svona vont Kópavogsveður sagði móðir mín í kvöld þegar hún var að lýsa veðrinu sunnan megin við Kópavogshálsinn - suðaustan rok og rigning og það lemur og skekur húsið. Fyrir þá sem ekki vita það þá er hún Vesturbæingur þ.e. úr vesturbæ Reykjavíkur þótt hún hafi búið yfir 50 ár í Kópavogi. Ég hef aldrei heyrt hana tala um vont vesturbæjarveður. Nú má segja að þetta veður ríki hér á norðanverðum hálsinum einnig svona 25 hnútar. Þetta veðurfar undanfarnar vikur með eilífum lægðarlufsum er að verða þreytandi. Það hefur ekki verið alvöru vetur með drifhvítum snjó í mörg ár. Talaði við Hjört á Akureyri í kvöld hann sagði að kuldinn hefði farið niður í 13 stiga frost í dag. Jæja hef þessar veðurlýsingar ekki lengri. Kveðja.

Engin ummæli: