þriðjudagur, 15. júlí 2008

Heimsókn í Liseberg.

Raibowtækið Við Sirrý komum við í Liseberg 2. júlí síðastliðinn. Þessi mynd var tekin þar sem ólánstækið er í baksýn. Ég sagði það þá og segi það aftur að mér fannst garðurinn þreyttur að sjá í þetta skipti. Maður hefur komið þarna við í fjölmörg skipti í fjóra áratugi og oft hefur garðinum verið betur við haldið. Ég horfði einmitt dágóða stund á þetta glæfralega tæki og velti því fyrir mér hvort það gæti verið að viðhaldi þess væri eitthvað áfátt. Nú hefur það sem sé komið á daginn. Vonandi að þeir sem hafa slasast nái sér að fullu. Kveðja.

Engin ummæli: