sunnudagur, 20. júlí 2008

Í sumarfríi

Sveinn les Göran. Við fórum austur í Skaftártungu á föstudagskvöldið. Áttum þar góða helgi ásamt Sigrúnu Huld sem var að klára sumarvinnuna í Vík og var með okkur þarna. Hittum Höllufólkið og fékk þennan svakalega góða silung hjá Höllu. Annars vorum við mest í bústaðnum og lásum. Þær mæðgur laumuðust til að taka mynd af mér þar sem ég var að lesa um valdaárin hans Görans Personar fyrrum forsætisráðherra Svía. Þeim hefur víst þótt nóg um hvað ég var iðinn við lesturinn segja má að ég hafi dottið í bókina. Það verða allir að fá sitt út úr fríinu. Þetta er afar fróðleg og læsileg bók um sænska og evrópska pólitík. Mæli með þessari bók.

Engin ummæli: