fimmtudagur, 24. júlí 2008

Fréttir úr fríinu

í Fjöruhúsinu. Fórum og fengum okkur humarsúpu á Stokkseyri í fríinu. Ágætis súpa, svolítið of krydduð. Ætluðum okkar árlegu ferð á Menam á Selfossi en þar var allt fullt út að dyrum. Sigrún var með okkur en hún hefur farið með okkur undanfarin ár eftir að Hjörtur útskrifaðist sem bílstjórinn okkar. Við höfum verið að mestu heima við síðustu daga. Hér hefur Hjörtur verið í heimsókn með drengina sína. Hann og Ingibjög fórum á tónleika og Gummi bróðir Ingibjargar og Gerða passa í kvöld. Það er því hljótt í kotinu núna. Annars búið að vera mikið fjör hér undanfarna daga.
Börnin smá Þessi mynd var tekin í vikunni þegar þau voru hér fjögur frændsystkinin Sveinn Hjörtur, Jóhannes Ernir, Lilja Vestmann og Valgerður Birna, þá var nú heldur betur fjör á Læk. Það er gefandi að kynnast þessum nýju einstaklingum, hvert þeirra með sín karakter einkenni.

Engin ummæli: