sunnudagur, 6. júlí 2008

Kristianstadsdagarnir.

Við höfum verið hér í Kristianstad síðan á föstudaginn. Veðrið hefur verið eins og best er á kosið. Hér er spiluð tónlist á hverju götuhorni. Í gærkvöldi fórum við á tónleika sem nefndust "Shakespeare in love". Við fórum út í Åhus og sigldum á neðri hluta Helgean og nutum náttúrunnar og veðurblíðunnar. Nú er tími hinna fersku jarðarberja sem við kaupum ný á 280 kr fulla öskju (líklega 1. kg.). Annars finnst mér verðlag hátt, þótt vafalaust sé hér flest ódýrara en heima. Við ætlum að fara í bíltúr í dag og skoða næsta nágrennið. Ég hef verið að horfa á þrátíu ára myndaseríu með Robert Mitchum eftir sögu Hermanns Wouk sem heitir í íslenskri þýðingu Stríðsvindar (Krigets windar). Man eftir þessari seríu þegar við bjuggum hér á árum áður. Svíar ástunda svolítið fortíðar nostalgíu. Það er gaman að velta sér upp úr því líka, sérstaklega þar sem maður man svo vel margt af því sem verið er að spegla úr fortíðinni.

Engin ummæli: