mánudagur, 28. júlí 2008

Frændi kvaddur.

Í dag fór ég í jarðarför Zophoníasar Kristjánssonar frænda míns en hann lést þann 18. júlí sl. 77 ára gamall. Hann var frændrækinn og ávallt í góðu sambandi við foreldra mína og hitti ég hann oft hjá þeim. Zophonías var blikksmiður að mennt og vann við þá iðn. Hann var um tíma einnig dyravörður í gamla Glaumbæ. Það var nú aldeilis munur að eiga hann að sem hauk í horni á þeim árum og geta laumast inn á skemmtistaðinn þegar svo bar við. Maður þótti nú aldeilis vera með sambönd í lagi að þekkja persónulega einn af dyravörðunum. Blessuð sé minning frænda. Hér má sjá mynd af Zophoníasi og frænda has Hirti í afmæli Gigga frænda. Kveðja.

Engin ummæli: