fimmtudagur, 3. júlí 2008

Kristianstad, Jönköping, Göteborg, Kristianstad.

Útsýni af tólftu hæð.

Á sunnudaginn var fórum við til Jönköping sem staðstett er sunnanvert við hið mikla vatn Vettern. Þar vorum við í þrjár nætur. Á meðan Sirrý sinnti sínum erindum í háskólanum notaði ég tímann til að skoða þessa fallegu borg, sem stundum er kölluð litla Jerúsalem vegna allra þeirra kirkjubygginga sem þar má finna. Ég skoðaði aðalkirkjuna,Sofíakirkjuna en þó aðallega merkilegar gamlar timburkirkjur frá 17. öld sem eru staðstettar í nágrenni Jönköping.


Kirkjan í Bollaryd. Nú við fórum til Hjo sem er lítill bær vestan við vatnið og Gränna austanvert við vatnið, þar sem hinn frægi brjóstsykur er framleiddur. Lentum í því að dekkið sprakk á bílnum á leiðinni þangað á hraðbrautinni og urðum að kalla á "Räddningstjänsten" til að hjálpa að skipta um dekkið. Ein skrúfan reyndist vera forskrúfuð.
Á Älvsborgsbrúnni.
Við héldum svo áleiðis til Gautaborgar í gær og fengum inni á góðu hóteli í Mölndal. Myndin er tekin á Älvsborgsbrúnni og átti að vera tilraun til að taka yfirlitsmynd af Gautaborg. Fórum í Liseberg um kvöldið og áttum annars fínan dag í Gautaborg. Héldum síðdegis áleiðs til Kristianstad með viðkomu í Särö.


Sirrý í Särö.
Þetta hefur verið skemmtileg ferð og gefandi eins og svo oft áður á þessum slóðum. Fólkið er vinalegt og okkur er tekið með opnum örmum hvar sem við komum.


Gamall draumur?? Við hittum þetta fólk fyrir utan ICA Maxi í Kristianstad. Öldrunarfræðingurinn stóðst ekki mátið og spurði hvort ekki væri í lagi að taka mynd því að það væri gamall draumur hennar að ferðast um á mótorhjóli. Karlarnir sáu strax í gegnum hana og sögðu "jaså du vil få en bild av os gamla gubbar og gummor som motorcyklar¨ Ég hef grun um að þessi mynd eigi eftir að birtast á einhverjum kennsluglærum um aldursfordóma. Karlarnir tóku sig vel út með konurnar sínar á þessum fínu mótorhjólum. Þeir hafa örugglega verið um og yfir sjötugt.

Engin ummæli: