sunnudagur, 27. júlí 2008

Helgarlok

Hér hefur verið í nógu að snúast. Sigrún Huld átti afmæli í gær. Nú er yngsta barnið orðið 21 árs gömul. Tíminn líður með ógnarhraða þegar maður horfir til baka. Eins og oft áður á þessum degi komu hér við góðir gestir. Þar á meðal foreldrar mínir Unnur og Hjörtur, systur mínar Þórunn og Sveinn mágur, Stefanía og Unnur Jóns frænka og Halla ömmusystir. Vona að þið finnið út úr þessari romsu hvaða nöfn systurnar bera, ef þið vitið það ekki þegar. Gunnar Örn og börn komu hér við ásammt vinkonu hans á föstudaginn. Snemma í morgun fór Hjörtur til Svíþjóðar að loknu sumarleyfi. Heimkoman var góð. Húsið og bíllinn voru í fínu standi og ekkert óhapp skeð eins og í síðasta fríi þegar ískápurinn eyðilagðist. Nafni er hér hjá okkur en Jóhannes fór í Borgarnes með Ingibjörgu. Við höfum notið góða veðursins hér í Fossvoginum í dag. Byrjuðum á því að fara út á róluvöll með þá bræður og höfðum með okkur kaffi og blöð. Síðdegis týndum við rabbabara og sultuðum í nokkrar krukkur. Það hefur heldur angrað okkur í dag að það er svo mikið á geitungum sveimandi á pallinum okkar. Þetta eru nú helstu afrekin héðan í fríinu. Kveðja.

Engin ummæli: