sunnudagur, 13. júlí 2008

Á sunnudagskvöldi.

Í gærdag þann 12. júlí vorum við í brúðkaupi Sigtryggs Kolbeinssonar og Kristínar Eiríksdóttur. Athöfnin hófst kl.18.00 í Háteigskirkju og síðan var boðið til kvöldverðar. Brúðhjónin eru á förum til Ameríku í framhaldsnám og fylgja þeim bestu óskir okkar. Sigurður og Lauga litu við hjá okkur í gær. Hér er í heimsókn sonarsonur Pálma Ingavarssonar og alnafni hans frá Seattle. Við höfum að mestu verið heimavið. Hingað komu Hilda, Maggi og Vala Birna, Stella og Lilja í dag að hitta þá frændur Svein Hjört og Jóhannes Erni. Ingibjörg var hérna yfir helgina. Hjörtur Friðrik er norður á Akureyri að vinna og Valdimar í sinni vinnu og að sjálfsögðu Sigrún Huld sem er að vinna í Vík í Mýrdal. Við skruppum til foreldra minna í kvöld með Svein Hjört en hann mun verða hér áfram. Af öðrum fréttum í vikunni má nefna að við fórum í jarðarför Jóhannesar Kristinssonar vinar og nágranna foreldra minna úr Víðihvamminum í Landakotskrikju. Blessuð sé minning hans. Þetta eru svona helstu fréttir héðan. Bestu kveðjur.

Engin ummæli: