þriðjudagur, 11. október 2005


Útsýni til St.Pouls kirkju og City.

Þetta er útsýni af Waterloo Bridge til austurs í áttina að City og þarna má greina ýmsar kunnar byggingar ef vel er gáð. Mæli með Waterloo Bridge sem útsýnisstað. Myndirnar tala sýnu máli.
Ef einhver skyldi vera svo ókunnur í London að vita ekki hvaða á þetta er þá er þetta Thames áin nafntogaða. Veðrið lék við okkur og á mánudeginum var 2o stiga hiti. Við ferðuðumst mikið í neðanjarðarlestum. Þóttumst finna fyrir undirliggjandi spennu meðal farþega vegna sprengjutilræðisins sl. sumar. En það þýðir ekkert að láta það á sig fá, vonar bara hið besta.

Engin ummæli: