laugardagur, 15. október 2005

Þann 15. október 2005.


Foreldrarnir.

Já ritstjóri annálsins á afmæli í dag. Honum hafa borist heillaóskir víða að frá Englandsströndum (Sirrý), Svíaríki (Hjörtur), Borgarnesi (Ingibjörg og nafni), Hlíðunum (Lauga), utanríkisráðuneytinu(Valdimar), landsfundi Sjálfstæðisflokksins(Björn) og svo heiðruðu foreldrar og systkini afmælisbarnið með því að koma í þrjú kaffi hér í dag, sem Sigrún sá um. Annars hefur deginum verið skipt milli fundarstarfa á landsfundinum og því að taka á móti heillaóskum. Í Brekkutúninu kom Júlíus Geir ásamt móður sinni og lék á hljóðfæri hússins. Júlíus ber þann tiltil að vera "skærasta von" stjórfjölskyldunnar sem hljómborðsleikari. Hinsvegar var yngsti gesturinn Axel Garðar jr. ekki eins ánægður með sinn hlut við hljómborðið og lýsti því yfir í samkvæminu að þetta væri "leiðinlegt afmæli". Hann hafði að vísu í millitíðinni farið út á götu og boðið þar gangandi vegfaranda sem honum leist vel á að koma inn og lífga upp á samkvæmið. En allir fengu að prófa sig við píanó og flygilinn. Þegar þetta er ritað eru Valdimar og Stellu í kvöldheimsókn.

Engin ummæli: