laugardagur, 29. október 2005

Vikulok.

Jæja kæru vinir. Nú er heldur betur komið vetrarríki í Fossvogsdal. Kunnugir segja að óveðrið í gær hafi verið leifarnar af fellibylnum Wilmu sem fór yfir austurströnd USA í vikunni. Það er kalt og snjór í dalnum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Það er helst í fréttum að Sirrý er komin heim frá London eftir þriggja vikna dvöl þar. Valdimar Gunnar er í Svíþjóð í heimssókn hjá Hirti Friðrik. Hann ætlar að vera þar fram í næstu viku og hjálpa honum að flytja dótið inn í nýju íbúðina. Þeir sendu okkur SMS frá Khöfn í dag. Voru í Nyhöfn og á Strikinu. Sögðust hafa fengið sér þar bjór. Ég segi nú bara: Bröder ackta er för spriten.... Annars er þetta búin að vera annasöm vika. Undirbúningur undir og vera á aðalfundi L.Í.Ú. og svo hóf í gærkvöldi. Við voru að sjálfsögðu á hófinu að venju og skemmtum okkur vel. Það var boðið upp á fjölbreytilega skemmtun í og söngi og tónum. Var upp í útvarpi í þættinum Í vikulok í morgun. Þetta er svona það helsta í fréttum. Hér komu í stutta heimsókn í dag Sigurður og Véllaug. Annars höfum við verið heimavið og lítið í annað í fréttum. Kveðja.

Engin ummæli: