sunnudagur, 30. október 2005

Þetta gerðum við.

Við höfum mest verið heimavið í dag við tiltekt enda veitir víst ekki af. Höfum heyrt í strákunum í Svíþjóð. Allt gott af þeim að frétta. Gámurinn með búslóðinni er að sögn kominn til Varberg þannig að það eru góðar líkur á að hann skili sér á réttum tíma. Fórum í göngutúr um Smáralind í dag og enduðum í helgarinnkaupum í Hagkaup. Komum við í OgVodafone og gáfum upp vinarnúmer sem hringja má frítt í. Nú svo fékk ég upplýsingar um að rétt væri að endurhlaða erlendu stöðunum í Digital Ísland. Viti menn ég fékk 31 stöð til viðbótar og stór aukið rými til að hlaða niður af netinu. Í kvöld hittum við nafna og mömmu hans í heimsókn hjá Guðmundi bróður hennar og Gerðu. Foreldrar þeirra voru líka í heimsókn því að kappinn á afmæli í dag. Annállinn óskar honum til hamingju með daginn. Nú annars höfum við ekki gert mikið í dag. Höfum verið að skrolla á milli sjónvarpsstöðva. Á morgun hefst ný vinnuvika og víst er að nóg er að gera við að ganga frá eftir aðalfund. Kveðja.

Engin ummæli: