þriðjudagur, 18. október 2005

Sungið með Sköftunum.

Fór á söngæfingu með Sköftunum í gær. Erum að æfa bæði ný og gömul lög. Það er fýlakvöld á laugardaginn kemur. Ég er að hugsa um að skjótast og fá mér saltaðan fýl svona einu sinni. Það er mikið um fýl núna og hann er víðar en oft áður segja Skaftfellingar. Nú svo fór ég í heimsókn til Árna Sveinssonar og Sunnevu í nýju íbúðina þeirra. Þetta er mjög glæsileg íbúð. Það er ekki nema ár síðan ég var í íbúðinni þeirra í Hafnarfirði, þá nýuppgerðri en þau seldu hana. Tíminn líður fljótt. Ég er líka byrjaður í píanótímum að nýju. Bauð kennaranum heim til þess að skoða nýja flygilinn. Honum leyst vel á hann og við spiluðum fjórhent. Ég á píanóið og hann undir á flygilinn. Nú svo er maður á fullu í leikfiminni og reyni að mæta eins og maður á Rótarýfundi. Annars er það helst af veðri að frétta það hefur hlýnað mikið síðustu daga og er hitinn allt að 10°c það léttir sannarlega þennan tíma ársins þegar skammdegið er að hellast yfir. Það þýðir nú ekkert að láta það á sig fá. Hef heyrt bæði frá Sirrý og Hirti. Þau eru bara í góðum gír í útlandinu. Sirrý heldur erindi á morgun fyrir Bretana. Jæja hef þetta ekki lengra að sinni. Kveðja til ykkar allra.

Engin ummæli: