laugardagur, 1. október 2005

Á laugardegi.


Í hvíld eftir erfiði dagsins.

Mikið búið að vera að gera hjá Sirrý í dag. Hilda systir að flytja í nýja íbúð með honum Magnúsi sínum. Valdi og Stella hjálparhellurnar ómentanlegu lögðu að vanda vænan skerf að málum og Sigrún var til staðar líka. Sjálfur sat ég heimavið og því miður gat ég ekki orðið að liði. Hjörtur hringdi frá Svíþjóð. Gunnar Örn er líka að flytja í nýja í búð í Hlíðunum og er okkur boðið í "bröns" hjá honum á morgun. Hef verið hér heima við og horfði á myndina Aviator, sem er um líf Howard Hughes þess merka framkvæmdamans. Leonardo de Caprio fer með alaðhlutverkið. Ég var búinn að lesa ævisögu karlsins og hef oft séð myndskeið af lífi hans þannig að það kom mér fátt á óvart í myndinni. Maður fær það mjög á tilfinninguna að hann hafi fengið svona "Holliwoodslikju" yfir lífshlaup sitt miðað við það sem maður var búinn að lesa áður. Við hverju var svo sem að búast frá glamor verksmiðjunni. Engu að síður var þetta hin þekkilegasta afþreying. Þráhyggja HH hefur verið svakaleg og valdið honum miklu hugarvíli. Það var merkilegt að fá innsýn í þann sjúkdóm. Nú skilur maður betur þessa kóngulóafóbíu sumra. Síðan var áhugavert að sjá sérstaka umfjöllun um "special effects" mennina og hvernig ýmsar glæfrasenur í myndinni eru til komnar með þeirra þátttöku. Nú í umfjöllun um HH sem fylgdi myndinni var stöðugt verið að minna á mikilvægi HH í því að fleyta fluginu fram á við og gera almenningsflugið að því sem það er í dag. Það má allt vera satt og rétt. En karlinn fór nú oft fram úr sjálfum sér og komst upp með það. Jæja hef þetta ekki lengra.

Engin ummæli: