föstudagur, 30. september 2005

Föstudagspistill.


Út á Fossvoginn.

Sendi mynd til þess að ylja fjarstöddum "Brekkutúnurum" og skoða, ef ske kynni að þeir færu á Internetkaffi um helgina. Ég er nú allur að skríða saman. Verð orðinn góður um helgina. Annars ekkert sérstakt í fréttum. Við tókum okkur spólu í gærkvöldi um Che Cuevara þegar hann ungur maður ferðaðist um Suður Ameríku. Hann kom m.a. til Perú og kannaðist ég við ýmislegt þaðan. Ég var í Lima og Gallio en kom ekki til Chuzco og Machu Picchu. Hvað maður var nú vitlaus að nota ekki tækifærið og ferðast til Machu Picchu hinnar týndu borgar Inkanna. En það voru óróleikatímar, skæruliðasamtökin Skínandi stígur og Guzmann vaðandi uppi og maður þorði bara ekki að ferðast mikið um. Maður mátti ekki fara út af hótelinu nema með lífverði. Robert Redford er framleiðandi myndarinnar. Það hefði nú einhverntíma þótt saga til næsta bæjar að Ameríkani gerði svona flotta myndu um Che. En allt á sinn tíma. Maður man vel eftir því þegar fréttir bárust af falli hans. Það var svona ævintýralegur blær yfir þessum manni. Nú hann var í dýrlingatölu hjá mörgum á vinstri væng stjórnmálanna. Manni stóð náttúrlega ógn af nafni hans Mogginn hefur séð til þess. Þetta var jú byltingarmaður, útsendari frá Castró. En auðvitað tók hann afstöðu gegn fátæktinni og ömurleikanum sem víða má finna í Suður Ameríku. Jæja þetta er nú ágætis pistill fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnmálafræði eða hvað Stella? Kveðja.

Engin ummæli: