
Sólarlag.
Ég var búinn að sýna ykkur myndina af sólarlaginu við Grand Canyon. Nú er að byrja sá tími þegar sólarlagið getur verið hvað stórfenglagast út við sjóndeildarhringinn í vestri. Tók þessa mynd til þess að sýna ykkur hvað ég á við. Annars er þetta búin að vera lífleg helgi. Ball á föstudaginn endapunktur á sjávarútvegssýningunni í Smáranum. Heimsókn Ingibjargar, Margrétar, Jóhannesar og Sveins Hjartar jr. Í tilefni þess að nafni kom litu hér við sr. Hjörtur og frú Unnur og Þórhalla langömmusystir. Afmæli Emils Draupnis var haldið í dag, en hann er orðinn 7 ára. Þar hittum við Snorra og Hilju, Gunnar Örn með Bergstein, Kára og Bryndísi og fólkið hennar Fjólu. Heimsókn til Axels og Rannveigar í nýju íbúðina í Galtarlind þar voru Alexander og Axel jr. í tölvuleik. Við fórum í heimsókn til Íu og Kolla í tilefni þess að hún átti afmæli í vikunni. Hilda er á fullu við að flytja inn í nýju íbúðina sína og ætti það að gera sig fljótlega. Jæja ég man ekki fleiri fréttir í bili. Kveðja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli