sunnudagur, 11. september 2005

Sólarlag séð úr Fossvogi.


Sólarlag.

Ég var búinn að sýna ykkur myndina af sólarlaginu við Grand Canyon. Nú er að byrja sá tími þegar sólarlagið getur verið hvað stórfenglagast út við sjóndeildarhringinn í vestri. Tók þessa mynd til þess að sýna ykkur hvað ég á við. Annars er þetta búin að vera lífleg helgi. Ball á föstudaginn endapunktur á sjávarútvegssýningunni í Smáranum. Heimsókn Ingibjargar, Margrétar, Jóhannesar og Sveins Hjartar jr. Í tilefni þess að nafni kom litu hér við sr. Hjörtur og frú Unnur og Þórhalla langömmusystir. Afmæli Emils Draupnis var haldið í dag, en hann er orðinn 7 ára. Þar hittum við Snorra og Hilju, Gunnar Örn með Bergstein, Kára og Bryndísi og fólkið hennar Fjólu. Heimsókn til Axels og Rannveigar í nýju íbúðina í Galtarlind þar voru Alexander og Axel jr. í tölvuleik. Við fórum í heimsókn til Íu og Kolla í tilefni þess að hún átti afmæli í vikunni. Hilda er á fullu við að flytja inn í nýju íbúðina sína og ætti það að gera sig fljótlega. Jæja ég man ekki fleiri fréttir í bili. Kveðja.

Engin ummæli: