fimmtudagur, 29. september 2005

Flensa.

Já, ég er kominn með flensu skratta. Vona að þetta líði hjá hið fyrsta. Lýsir sér með höfuðverk, aumur í hálsi og "out of tune". Sigríður var jarðsungin í Dómkirkjunni í gær. Þetta var falleg og látlaus athöfn. Nú aðrar fréttir eru að Hilda og Magnús eru í óðaönn að gera klárt fyrir innflutning í nýju íbúðina. Stella og Valdi eru á fullu í sínu og Sigrún. Ingibjörg kom í bæinn í gær til að fylgja Sigríði. Við komum við hjá Valda og Stellu í gærkvöldi eftir að hafa skilað Sunnu heim til sín. Nú annars er svona heldur að draga úr þessum "Baugsmálum" allavega í bili. Þú veist nú svona undan og ofan af þeim, hvað svo sem verður í framhaldinu. Davíð er hættur sem ráðherra og á hraðleið út úr pólitíkinni. Mikið hlýtur hann að vera feginn. Hann hefur skilað verki sínu með sóma og skipar sér í fremstu röð meðal leiðtoga þessarar þjóðar. Þetta eru nú svona helstu fréttirnar héðan. Kveðja til Svíþjóðar. Farinn í rúmið.

Engin ummæli: