fimmtudagur, 1. september 2005

Í dag er 1.september.

1.september er merkisdagur. Þetta er einn af útfærsludögum landhelginnar á sínum tíma ásamt 15.október. Sirrý og Unnur Sveinsdóttir eiga afmæli í dag. Hjörtur Friðrik byrjaði í nýrri vinnu í dag svo nokkuð sé nefnt. Annars er það helst í fréttum að hörmungarnar i USA eru að koma betur í ljós. Þetta eru hryllilegar hörmungar sem fólkið við Mexicoflóa og í New Orleans á við að glíma. Við biðjum fyrir þeim sem þar eiga um sárt að binda og sendum þeim hlýjar kveðjur. Sömuleiðis eru þetta hryllilegar fréttir frá Írak um 1000 manns tróðust undir þar á trúarhátíð. Vonandi hefjast betri tímar fljótlega í Írak eftir allar þær hörmungar sem fólkið þar hefur mátt þola. Þegar maður er búinn að ferðast til USA eins og við höfum gert sl. tvö ár hefur maður meiri sterkari tilfinningar gagnvart því fólki sem þar býr. Fjarlægðirnar sem áður skyldu eru ekki lengur fyrir hendi.

Engin ummæli: