laugardagur, 10. september 2005

Á Breiðstræti.












(Mynd af vef icefish.is)
Við vorum á Broadway í gærkvöldi. Þetta var "gala" í tilefni Sjávarútvegssýningarinnar í Smáranum. Maturinn var fínn, fiskisúpa, lamb og ávaxtadesert með ís. Á meðfylgjandi mynd má sjá okkur lengst og efst til vinstri á myndinni. Sirrý er í rauðum jakka. Þetta er mynd sem var tekin fyrir þremur árum á ballinu sem var haldið í tilefni Sjávarútvegssýningarinnar 2002. Í gærkvöldi voru sex krakkar sem héldu uppi fjörinu með sögn og glensi. Þau kalla sig Lu singers.
Ágætis söngur og skemmtan. Við vorum þarna með gestgjöfum okkar á Fiskifréttum. Þetta er að venju glæsileg sýning og öllum til sóma sem að henni standa. Annars er lítið að frétta. Dagarnir þjóta áfram einn af öðrum og nóg að gera. Það er aðeins farið að hausta og kólna núna.

Engin ummæli: