þriðjudagur, 27. september 2005

Tónlistariðkun á vetri komanda.


Kórstarfið.

Ég fór á fyrstu kóræfinguna í gærkvöldi. Mættir voru 28 kórfélagar og mikill hugur í fólki varðandi vetrarstarfið. Violeta mun stjórna Sköftunum í vetur eins og undanfarna áratugi. Lagavalið lítur ljómandi vel út. Nú ég er líka að byrja í píanónáminu, þannig það ætti að vera nóg að gera á tónlistarsviðinu næstu mánuði. Annars lítið að frétta héðan. Það haustar snemma og kólnar. Við erum bara í okkar rútínu hérna í Brekkutúninu. Það þýðir ekkert annað en að halda sínu striki eins og sagt er.

Engin ummæli: