laugardagur, 24. september 2005


Einmanna tungl.

Við lögðum af stað frá Ísafirði kl. 19.30 í gærkvöldi. Það var ofankoma meira og minna alla leiðina í Norðurárdal í Borgarbyggð. Við héldum að þetta yrði verst í Djúpinu en það reyndist nú ekki eiga við rök að styðjast. Skyggnið versnaði eftir að komið var á Strandirnar eftir Hólmavík. Á köflum var 20 metra skyggni. Þetta minnir okkur á hversu hættulegt það er að ferðast á íslenskum vetrarvegum í lélegri færð. Ég tók þessa mynd af tunglinu þegar við vorum að koma ofan af Steingrímsfjarðarheiði. Hálf einmannalegur "fílingur" finnst ykkur ekki. Hvítu punktarnir á neðri hluta myndarinnar eru ekki ljós af byggðu bóli. Þetta er endurskyn frá vegastikum myndað af flassi myndavélarinnar. Nú eftir að við komum að Bifröst var ágætis færð og skyggni og ferðin gékk vel í bæinn. Ég var kominn heim kl. 02.30 í nótt. Annars er ekkert sérstakt í fréttum svona af okkur hér í Brekkutúni. Sá sorglegi atburður gerðist í vikubyrjun að Sigrður kona Björns lést og verður hún jarðsungin í næstu viku. Blessuð sé minning hennar og aðdánunarvert var hugrekki hennar í hennar alvarlegu veikindum. Bið að heilsa trúum lesanda í Svíþjóð. Kveðja.

Engin ummæli: