föstudagur, 2. september 2005

Enn á föstudagskvöldi.


Föstudagskvöldin eru ágæt til heimsækja þessa bloggsíðu. Vikan hefur að venju liðið sem örskotsstund. Það er fallegt haustkvöld úti, stillt veður og ekki komið myrkur. Maður ætti að vera úti en nenni því ekki. Hjörtur hafði samband frá Svíþjóð. Hann er á fullu að koma sér fyrir í nýrri vinnu. Annars er ekkert sérstakt í fréttum núna. Brynhildur og Magnús eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð sem þau hafa keypt. Hér voru í gærkvöldi Stella og Valdi og Magnús og Hilda og við heimilsfólkið og tóku stöðu í dægurmálunum. Það er mjög gefandi að hlusta á unga fólkið og heyra viðhorf þess til helstu dægurmála. Ef þetta eru almennt viðhorf unga fólksins, sem mun stýra Íslandi í framtíðinni þurfum við eldri ekki að óttast ævikvöldið. Þetta unga fólk er með vel ígrundaðar skoðanir á flestum málum og hefur heilbrigð viðhorf til mála, þótt ég sé að sjálfsögðu ekki sammála því í einu og öllu. En það gerir bara samræðurnar skemmtilegri. Ég ætla að enda þennan pistil með því að minnast aðeins á meðfylgjandi mynd. Ég var búinn að lofa að sýna ykkur hana. Þetta er kvöldsólin að setjast yfir Grand Canyon í júnílok um kl. 21.00. Ein af þessum ógleymanlegu stundum að vera viðstaddur þarna á þeirri stundu. Kveðja.

Engin ummæli: