laugardagur, 3. september 2005


Grænlenski fáninn og grænmetið.

Smellti mynd af Sirrý með grænlenska fánann í baksýn. Hún heldur á græmetinu sem við keyptum á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdal. Ekki veit ég nú af hverju grænlenski fáninn er þarna við hún. Það á örugglega sýna skýringu. Þegar við komum við á Selfossi spurði ég bæjarstarfsmann af hverju væri svona víða flaggað íslenska fánanum á Selfossi í dag. Hann sagði að það væri vegna svokallaðs Brúarhlaups, fólk væri búið að vera að leggja á sig og mæðast í þessu árlega hlaup í dag.

Engin ummæli: