laugardagur, 24. september 2005

Á Vestfjörðum


Súgandafjörður.

Ég var á Vestfjörðum í gær á fundi með vestfirskum útvegsmönnum. Flugið vestur gékk vel þrátt fyrir vetrarríki vestra en fluginu til baka var frestað vegna slæmra veðurskilyrða á Ísafirði. Það var snjómugga og lélegt skyggni sem var þess valdandi. Heldur var nú kuldalegt um að lítast í þessum forna frægðarbæ. Eftir fundinn á Ísafirði fórum við á Suðureyri að heimsækja þorskhausaþurrkun. Tók þessa mynd á Suðureyri við Súgandafjörð til þess að sýna snjófölina í vestfirskum fjöllum. Þetta var annars ágætis fundur og dagur en við áttum tveggja kosta völ í lok dags. Annað hvort að gista og bíða betra veðurs eða keyra í bæinn. Við völdum síðari kostinn. Af þeirri ferð segir hér að neðan.

Engin ummæli: