laugardagur, 15. október 2005


Hann á afmæli í dag.....

Þórunn Ingibjörg stóð fyrir því að afmælissöngurinn var sunginn afmælisbarninu til heiðurs. Söngurinn endaði sem einsöngur hennar því að þetta sérstaka lag hefur aldrei hlotið hylli innan fjölskyldunnar, þótt oft hafi hann verið raulaður meira í gríni en alvöru. Hún sjálf kemst í ákveðið "mood" við að heyra lagið. Axel Garðar sr. tók nokkur lög á flygilinn og píanóið sem ég flokka sem Kungälvsrokk vegna þess að hann fullnemaði þessa flutningstækni á þeim árum. Fyrir þá sem ekki þekkja til má benda á að hér má líta systkinin frá vinstri til hægri: Axel Garðar, Rannveigu mágkonu, Stefaníu og Þórunni Ingibjörgu. Þess ber einnig að geta að Unnur Jónsdóttir hringdi í frænda sinn og óskaði honum sérstaklega til hamingju með daginn. Hún gat ekki mætt vegna anna við æfingar á söngsviðinu. Af politíska sviðinu er það helst að frétta að umræðan í sjávarútvegsnefnd einkenndist nú meira af málefnalegri yfirvegun en áður. Menn ræddu það að nýr sjávarútvegsráðherra hefði af röggsemi og yfirvegun tekið skilvirkan þátt í störfum nefndarinnar. Hann leggur upp með ályktun sem vonandi mun reynast farsælt veganesti á næstu misserum.

Engin ummæli: