sunnudagur, 8. apríl 2007

Í Jesú nafni upp stá - Gleðilega páska!

Lagaboðinn með þessum höfuðsálmi páskanna, Sigurhátið sæl og blíð heitir: Í Jesú nafni upp stá.
Í Sálmasöngsbók til kirkju- og heimasöngs sem Sigfús Einarsson og Páll Ísólfsson útbjuggu til prentunar og gefin var út af Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar árið 1936 segir að lagið sé frá 17. öld. Textinn í laginu er eftir sr. Pál Jónsson og kemur fyrst fyrir í Sb. 1871.


Sigurhátíð sæl og blíð
ljómar nú og gleði gefur,
Guðs son dauðann sigrað hefur,
nú er blessuð náðartíð.
Nú er fagur dýrðardagur,
Drottins ljómar sigurhrós,
nú vor blómgast náðarhagur,
nú sér trúin eilíft ljós.
------
Ljósið eilíft lýsir nú
dauðans nótt og dimmar grafir.
Drottins miklu náðargjafir,
sál mín, auðmjúk þakka þú.
Fagna, Guð þér frelsi gefur
fyrir Drottin Jesú Krist
og af náð þér heitið hefur
himnaríkis dýrðarvist.
---
Drottinn Jesús, líf og ljós
oss þín blessuð elska veitir,
öllu stríði loks þú breytir
sæluríkt í sigurhrós.
Mæðu' og neyð þín miskunn sefi,
með oss stríði kraftur þinn.
Sigur þinn oss sigur gefi,
sigurhetjan, Jesús minn.
---
Páll Jónsson
Annars höfum við verið að hofa á Jesus Christ Superstar (1972), eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Alltaf jafn áhrifaríkt að horfa á þennan frábæra söngleik. Í aðalhlutverkum eru Ted Neeley, (Jesús Kristur) Carl Anderson, en hann er látinn (Júdas) og Yvonne Elliman (María Magdalena).

Engin ummæli: