föstudagur, 20. apríl 2007

Smultrånstället

Sigrún Huld á Menam
Snemmsumars í nokkur ár höfum við lagt leið okkar austur á Selfoss og borðað á tælenska veitingastaðnum Menam. Við byrjuðum á þessu einhverju sinni þegar við fórum Þingvallarúnt með Hirti Friðrik. Okkur þótti mikið sport í að geta fengið okkur einn bjór með matnum og hafa bílstjóra til þess að keyra í bæinn. Nú er Hjörtur fjarri góðu gamni og Sigrún Huld tekin við hans hlutverki. Það er óhætt að mæla með matnum á þessum veitingastað. Hann hefur aldrei klikkað. Góður matur á hóflegu verði. Við höfum ekkert verið að auglýsa hann sérstaklega. Þarna er alltaf fullt af fólki að borða þegar við rennnum við. Það er mikil tilbreyting í því að geta fengið sér almennilegan mat utan borgarmarkanna. Hvað þá að geta fengið sér einn bjór með matnum eins og áður sagði.

Á Menam Selfossi . Það var svo sem ekki alveg að ástæðulausu að við gerðum okkur þennan dagamun. Við Sirrý áttum 34 ára trúlofunar afmæli í gær. Það var ágætis tilefni til þess að gera sér dagamun. Veðrið í gær var fallegt en það var ekki hlýtt. Á Hellisheiðinni fór hitinn niður í mínus eina gráðu, en var þetta 2 til 4°C á leiðinni. Jæja þá vitið þið af þessu "Smultrånställe" okkar eins og maður segir á sænsku. Það er svona leyni "berjalundur" sem maður vill helst hafa fyrir sig.

Engin ummæli: