sunnudagur, 1. apríl 2007

Fermingar.

Það er langt síðan hér hefur birst mynd af kirkju. Það er kominn tími til að heimakirkja okkar Hjallakirkja komist á bloggsíðuna. Við vorum við fermingu Júlíusar Geirs Sveinssonar frænda í dag. Hátíðlig stund og fallegur söngur í þessari látlausu hverfiskirkju. Arkitekt hennar er Hróbjartur Hróbjartsson. Síðan var fermingarveisla haldinn í Framsóknarheimilinu. Þar var margt frændfólks sem maður hefur ekki séð lengi. Næst var haldið í fermingarveislu Hjálmars Arnar Hannessonar sonar Höllu Sigrúnar og Hannesar sem haldin var hjá afa hans og ömmu, Erni og Höllu. Þar sömuleiðis hittum við mikinn frændgarð. Af öðrum málum. Það liggur fyrir hvernig atkvæðagreiðslan fór í Hafnarfirði. Ég á eiginlega ekki aukatekið orð um þá niðurstöðu. Hafnfirðingar velja að kjósa burtu störf hundruð manna. Það hlýtur að vera nokkuð ljóst að ekki verður lagt í frekari endurnýjun í álverinu í ljósi þessarar niðurstöðu og núverandi tækjabúnaður keyrður út. Set punktinn hér. Kveðja.





Fermingarsystkin Júlíusar. Þessi mynd var tekin eftir athöfnina eins og hún ber með sér.













Unnur amma og Hjörtur afi. Stolt afi og amma með Júlíusi.














Þórunn systir og Sveinn mágur. Hann er fríður og glæsilegur hópurinn hennar Þórunnar systur minnar.

Engin ummæli: