föstudagur, 6. apríl 2007

Á föstudaginn langa.

Fríkirkjan í Reykjavík. Í kvöld fórum við í annað sinn í kirkju á þessum helga degi. Nú voru það gospel tónleikar á vegum Blúshátíðar, sem haldnir voru í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þetta voru einu orði sagt stórkostlegir tónleikar með trúarlegu ívafi. Þeir sem komu fram voru: Brynhildur Björnsdóttir, Andrea Gylfadóttir, KK, Lay Low og Zora Young. Hljómsveitin sem lék undir var mjög góð. Fyrr í dag fórum við í Grafarvogskirkju og hlýddum á lestur passíusálma Hallgríms Péturssonar. Sr. Hjörtur tók þátt í upplestri eldri presta og nokkurra eiginkvenna.


Zora Young. Blues söngkonan Zora Young frá Ameríku kom fram í kirkjunni og söng nokkur gospel lög og var gerður góður rómur að söng hennar.










Andrea og Brynhildur. Þessar íslensku "dívur" tóku undir með Zoru í síðasta laginu hennar "He gots the hole world in his hands". Brynhildur opnaði tónleikana með upphafsversi passíusálmanna: Upp, upp mín sál og allt mitt gerð." Andrea söng nokkur blues lög. KK söng meðal annars: "When I think of engels I think of you". Lay Low söng einnig lög með trúarlegum boðskap.





Sigrún Huld og Halla Sigrún. Þær stórfrænkur skemmtu sér vel á tónleikunum og dilluðu sér í takt við tónlistina.


Engin ummæli: