laugardagur, 7. apríl 2007

Líf á hlaupum.

Sirrý hefur gert rannsóknir á mismunandi lífsstílum fólks. Í gær uppgötvaði hún nýjan lífsstíl, líf á hlaupum. Mig minnir að það sé sjöundi lífsstíllinn. Það er svona líf eins og við lifum. Alltaf á útopnu frá einum stað til annars. Merkilegt nokk oftast af fúsum og frjálsum vilja. Líka til þess að sinna hinum og þessum "skyldum". Nú svo heyrðum við af nýju sambúðarformi um daginn. Fólk getur verð í sambúð, fjarbúð, sérbúð og svo framvegis. Aldrei höfðum við hinsvegar heyrt áður af svokallaðri "kjörbúð". Það er þegar fólk tekur aðeins það besta úr hverju sambúðarformi fyrir sig. Jæja hef þetta ekki lengra að sinni. Kveðja.

Engin ummæli: