miðvikudagur, 18. apríl 2007

Þakka ykkur fyrir veturinn - nú heilsar sumarið.

Það er hægt að segja að það sé vorblíðan lognværa úti á þessum fallega degi, síðasta vetrardag. Tíminn líður sem örskotsstund. Æ annars hef ég ekki sagt þetta allt áður. Tilveran er í sínum föstu skorðum sem betur fer. Þórunn systir átti afmæli í gær 17. apríl. Man alltaf þegar ég var að fara að sækja hana á fæðingardeildina hér um árið. Mamma segir að það hafi verið á sumardaginn fyrsta og árið var 1958. Svona er maður nú orðinn gamall. Nú er bara að sumar og vetur frjósi einhversstaðar saman svo að við getum átt von á góðu og sólríku sumri. Ég verð væntanlega í Brussel í þrjá daga í næstu viku á sjávarútvegssýningunni. Kveðja.

Engin ummæli: