fimmtudagur, 5. apríl 2007

Skírdagsferð austur.

V ík í Mýrdal. Þetta er að mínu mati eitt fegursta bæjarstæði landsins. Myndin er tekin upp á hæðinnni þar sem kirkjugarðurinn er staðsettur. Úti fyrir Reynisfjalli má sjá skessurnar fjórar, bergnumdar í Reynisdrögum. Þorpið virðist dafna nokkuð. Allavega eru nokkur hús í byggingu um þessar mundir. Töluverð umferð var í þorpinu þennan skírdag. Aðallega í kringum þjóðvegasjoppuna.







Frænkurnar huga að leiðinu. Við komum við í kirkjugarðinum í Vík og settum niður páskaliljur á leiði Sigurveigar Guðbrandsdóttur og Valdimars Jónssonar, foreldra Höllu og afa og ömmu Sirrýjar. Valdimar var skólastjóri barnaskólans í Vík og bóndi á Hemru í Skaftártungu.







Höllubústaður. Hér má sjá Höllu móðursystur Sirrýjar arka upp í bústaðinn sinn til að kanna ástand hans eftir veturinn. Hann reyndist í góðu standi og kom vel undan vetri.












Ekki alltaf sumar. Það er ekki alltaf sumar og sól í Skaftártungu, þótt yndisleg og falleg sé. Þessi mynd sýnir ykkur hvernig veðrið var þarna í dag, skírdag. Þegar við fórum frá Vík keyrðum við fljótlega á Mýrdalssandi inn í kalsaveður og hríðarmuggu. Þannig við ákváðum að þetta yrði aðeins dagsferð.

Engin ummæli: