laugardagur, 14. apríl 2007

Þriðji í landsfundi

Var á landsfundi í dag. Ályktun flokksins um sjávarútvegsmál var samþykkt í dag með yfirgæfandi meirihluta og af mikilli eindrægni. Það er betri sátt núna um stefnuna en nokkru sinni fyrr þau tuttugu ár sem ég hef setið landsfund. Hitti marga gamla félaga og átti þar góðan dag. Við Sirrý fórum í afmæli til Maríu Glóðar hún átti sjö ára afmæli í dag. Fengum að skoða litlu Katrínu Emblu en ég var nú ekki búinn að sjá hana áður. Hún er nýfædd og yngsta barn Baldurs og Fjólu. Þarna voru börn Gunnars og Birnu ásamt þeim, Lauga og Sigurður og fólkið hennar Fjólu. Annars höfum við verið heimavið í dag. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: