fimmtudagur, 10. maí 2007

Gleymum þessu Eurovision.

Hver nennir að horfa á Eurovision tvisvar? Ekki nenni ég því. Entist varla til að horfa á það núna en gerði það fyrir okkar mann. Enn einu sinni héldum við að sigurinn væri handan við hornið. Lagið var allt í lagi en ekkert meira en það. Austur-Evrópuþjóðirnar komust hver á fætur annarri já og frá Balkanlöndum að ógleymdum Tyrkjum. Hvar eigum við að fá atkvæði til þess að keppa við þessar þjóðir í símaatkvæðagreiðslu. Eru það ekki fimm milljónir Tyrkja í Þýskalandi sem kjósa sína menn? Svo kjósa þær hvor aðra í keppnina.

Engin ummæli: