laugardagur, 12. maí 2007

Reykjavík vorra daga.

Risessa. Fórum og kusum í dag. Að því loknu fórum við í bæinn til að sjá Rissessu og pabba hennar ferðast um bæinn. Vorum á Hverfisgötunni ásamt þúsundum borgarbúa til þess að fyljgast með för þeirra feðgina um miðbæinn. Stórskemmtileg uppákoma að maður tali nú ekki um ummerkin sem pabbinn hefur skilið eftir sig víða um bæinn. Þetta eru franskir listamenn sem hér eru á ferð og standa fyrir þessu risabrúðuleikhúsi Royal de Luxe. Höfuðborgin er full af lífi þessa dagana og einhver ferskleiki yfir borginni. Annars höfum við að mestu verið heimavið í dag. Hittum Axel og Rannveigu fyrir framan Europris í Kópavogi. Komum aðeins við hjá Iu og Kolla. Á morgun erum við að fara hlusta á Iu syngja með Regnbogakórnum sem hún er félagi í. Tónleikarnir verða í Fella- og Hólakirkju og hefjast kl. 16.00. Nú svo eru það kosningarúrslitin sem maður býður að venju svolítið spenntur yfir. Kveðja.

Engin ummæli: